Besta brúnkukremið

10 Feb 2017

Í kvöld var ég að setja á mig brúnku fyrir komandi helgi og áttaði mig á því að ég væri ekki búin að segja ykkur frá brúnkufroðunni sem ég er að nota þessa dagana.

Þetta er klárlega besta brúnkufroða sem ég hef prófað hingað til en ég kýs að nota froður frekar en krem einfaldlega vegna þess að mér finnst það auðveldara og fljótlegra. Froðan sem um ræðir er frá MineTan og nota ég litinn Moroccan sem hentar mér mjög vel. Ég hef einnig heyrt góða hluti um litinn Caramel sem ég ætla mér að prófa næst. Hægt er að ráða því hversu lengi maður vil hafa brúnkuna á sér eftir því hversu dökkur maður vil vera en persónulega finnst mér best að sofa með tanið á mér. Ég passa að skrúbba og þrífa líkamann vel í sturtu áður en ég set brúnkuna á, svo daginn eftir þá rétt svo hoppa ég inn í sturtuna til þess skola mig létt. 

Það sem mér finnst best við þessa froðu er hversu auðvelt er að bera hana á sig, hversu náttúrulegur liturinn er og hversu lengi tanið helst á mér. Einnig eiga margar brúnkuvörur það til að þurrka húðina sem er ekki raunin með þessa froðu. Hér að ofan er svo mynd af því sem ég nota ásamt brúnkufroðunni. Þetta eru kaffi skrúbbur sem ég nota í sturtunni fyrir ásetningu og hanskarnir tveir. Annar er til þess að bera brúnkuna á og hinn er svo til þess að skrúbba það sem eftir er af brúnkunni áður en þú setur á þig aftur eða bara ef þér langar til þess að losna við litinn.

Ég hef því miður ekki tekið fyrir og eftir myndir af mér til að sýna ykkur muninn en ég var nýbúin að setja á mig tan þegar þessi mynd var tekin svo þið getið séð hvernig liturinn kemur út. 

----->

 

MineTan fæst hjá Tan.is hérna á íslandi en þau eru staðsett í Holtagörðum á 2. hæð.