TORONTO VINTAGE SHOPPING

12 Feb 2017

Ég veit það hafa nokkrar beðið spenntar eftir þessari færslu en ég fór í smá vintage leiðangur í Toronto í síðustu viku og sýndi frá þeim leiðangri á Snapchat - kolavig. Ég fékk mikið af spurningum um hvar þessar búðir væru að finna svo ég ákvað að skella í færslu og deila þessum frábæru búðum með ykkur kæru lesendur. 

Ég og Ástrós vinkona mín vorum svo lukkulegar að lenda saman í stoppi og ákváðum að gera okkur ferð í Kensington Market í 10 stiga frosti. Tilgangur ferðarinnar var að finna árshátíðarkjól handa Ástrósu. Okkur til mikillar lukku fann hún hann í fyrstu búðinni sem við fórum inn í. 

Vintage búðirnar sem við fórum í eru allar á Kensington Street. Opnunartíminn er misjafn en flestar opnuðu upp úr 11. 
Þó það hafi verið ótrúlega kalt þá skein sólin og við vorum í miklu skjóli í þessari krúttlegu götu og nutum dagsins í botn. 

Ótrúlega skemmtilegt andrúmsloft og ágætis tilbreyting frá öllum mollunum sem maður fer alltaf í. 
Mæli klárlega með því að kíkja í Kensington Market ef þið farið til Toronto á næstunni. 
 Þessi búð var klárlega uppáhalds! Hún lítur ekki út fyrir að vera mjög spennandi utan frá en svo ótrúlega falleg þegar inn er komið. Fullt af flottum pallíettukjólum, kápum og pelsum. Hún heitir Flashback. Ég keypti þó ekkert í búðinni enda finnst mér það alls ekki aðal atriðið, mér finnst rosalega gaman að skoða og gramsa eins og ég sé stödd í listagalleríi. Ég veit það hljómar kannski skringilega en ég bara elska vitnage föt og lít á þau sem ákveðna list. List með sögu og persónuleika. 
 Þetta bleika hús er svo æðislega krúttlegt. Við vissum ekkert hvað væri þarna inni en sáum svo að þetta er ein allsherjar kokteilabúð.
Bækur, glös, skraut, hristur og bara allt sem tengist kokteilum. Mæli með að kíkja inn í hana. Mjög skemmtileg búð!

Þessi sturlaði jakki fékk að koma með mér heim. Ég bara gat ekki skilið hann eftir í búðinni! 
Þessi búð heitir Vintage Depot en þar keypti Ástrós einnig árshátíðarkjólinn sinn.


____________________________________________
 

Í gær var árshátíð WOW air haldin í Hörpu. Ég skemmti mér konunglega enda ótrúlega skemmtileg og vel heppnuð árshátíð.
Kjóllinn hennar Ástrósar er úr Vintage Depot og ég pantaði minn af etsy.com.