Sjokkerandi góður maskari fyrir dramatísk augnhár!

14 Feb 2017

Ég póstaði mynd á instagramið mitt um daginn og ég held ég hafi aldrei fengið jafn mörg skilaboð á Insta message og þá. 

 

Ástæðan var sú að fólk var að forvitnast um hvaða maskara ég væri með á myndinni, svo mér datt í hug að deila því bara með ykkur öllum hér en hann heitir The Shock og er frá YSL. Þessi maskari er einmitt nýr í safninu og eins og nafnið á honum gefur til kynna þá er hann mjög dramatískur og algjörlega geggjaður að mínu mati. Svo þau ykkar sem elskið þykk og mikil augnhár þá er þetta klárlega maskari sem mun heilla ykkur.

Burstinn er mjög djúsý og gefur mjög mikla og góða þekju, en mér finnst sérstaklega gott að nudda honum vel upp við rótina og draga burstann síðan upp, en það er bara eitthvað sem hentar mér vel. Þannig næ ég mikilli þekju alveg við rótina sem lætur mann líta út fyrir að vera með mun þykkari og þéttari augnhárn en maður er með. 

Ég persónulega nota ekki gerviaugnhár nema einstaka sinnum þegar ég nenni að setja á mig stök augnhár sem er alls ekki oft upp á síðkastið. Ég nota því mikið af maskara sérstaklega þegar ég er að fara út og elska þegar ég finn eitthvað sem auðveldar mér hlutina en það er einmitt það sem þessi maskari gerir. Ég er mun fljótari að ná þessu dramatíska maskaralúkki með honum og hann smitast heldur ekki á mér sem er stór kostur. 

Mæli mikið með!