Óskalisti á heimilið frá VIGT

17 Feb 2017

Ef að þið eruð sannir innanhússunnendur þá ættuð þið að kannast við mæðgnafyrirtækið VIGT. Þær hafa hannað vörur fyrir heimilið síðan 2013 og gera það ansi vel. Það er greinilegt að það eru góð sett af augu á bakvið þessar vörur.

Færslan er unnin í samstarfi við VIGT

Þetta er samansafn af vönduðum gæðavörum sem myndu prýða hvaða heimili sem er. Það sem heillar mig mest fyrst og fremst eru formin & ríku efnin sem þau nota, eins og t.d. dökka reykta eikin og velúráferð á púðunum. Þetta algjörlega dregur mig að, mig langar hreinlega í allt og mig langar í meira. Þetta lofar bara góðu og ég get ekki beðið eftir að sjá hvað þær stöllur gera meira.

Þær eru staðsettar í Grindavík en auðvitað alltaf hægt að panta hjá þeim. Það fæst eitthvað úrval frá þeim í Heimili & Hugmyndir hér í bænum. Mæli einnig með þeirri búð fyrir ykkur innanhússperra.


Dembum okkur í þetta - Hér kemur óskalistinn minn frá VIGT


Hringlóttur bakki nr. 5 (stór 55cm) úr harðpressuðum við.
Fullkominn upp á borðstofuborð eða sófaborð með allskonar decori, vösum og kertaljósi. 

 Box / Rammi með gleri, alveg einstakt. 
Tilvalið fyrir myndir og smáhluti - hægt að hafa liggjandi eða standandi.
Grár velúr púði, já takk!
Hann myndi fegra hvaða sófa, stól eða rúm sem er. Þessi fæst í nokkrum litum. Mæli með!Kerti & horn - Nokkur kerti í mismunandi stærð á bakkanum jafnvel? Þau koma einnig í hvítu, mæli með á fermingar/veislu borðið. Svo er þetta horn alveg geggjað. Ég myndi koma því fyrir ofan á bók/bakka með tveimur öðrum hlutum í mismunandi hæð - pair-of-three reglan.

Save the best for last!
Þetta borð..  vitiði ég veit eiginlega ekki hvaða orð ég á að velja til að lýsa því, svo fallegt er það. Formfegurð og stílhreinleiki upp  á tíu! Vá, hafiði séð annað eins? Án alls vafa, þá er þetta með þeim fallegustu mubblum sem ég hef séð og klárlega fallegasta borðstofuborð sem finnst hér á landi. Ætla bara að taka mér bessaleyfi og fullyrða það. 


Skoða meira frá VIGT hér.