IKEA HACK - VALJE HILLA

21 Feb 2017

Það er mjög vinsælt núna að mála hillur, ofna og skápa í sama lit og er á þeim vegg sem hlutirnir eru við. Valje hillurnar úr Ikea eru tilvaldar í þá breytingu að mínu mat og eins og má sjá hér að neðan. Ikea hack eins og þau eru kölluð eru jafn misjöfn eins og þau eru mörg, einnig er mismunandi hveru mikla vinnu þarf í hlutina, hérna þarf, pensil, málingu og málingargallan.

Nína hjá Stylizmo geri þetta hjá sér. Hún er með tvær stærstu hillurnar, málaðar í sama lit og veggurinn. Hún er í raun með hillurnar einnig á hlið sem mér finnst reyndar koma miklu betur út. 


Anna Kubel sem ég sagði ykkur frá í síðustu færslu hefur einnig gert þetta. Þessar hillur bjóða uppá margt en þær eru einnig til minni. Ég er mjög skotin í þessari hugmynd.... vonandi þið líka, þangað til næst.

#ikeahack #skandinavískt #heimili #innlit