COSMO WITH A TWIST

22 Feb 2017

Það er eitthvað við stemminguna og að drekka Cosmopolitan. Ætli það sé ekki þessi Sex and the city moment sem við þekkjum svo margar.
Þær komu þessum drykk klárlega í tísku á þeim tíma. Þetta er einn af mínum uppáhalds kokteilum og svona "my go to" drykkur, það er bara eitthvað svo fabulous að drekka þá eins og Samantha vinkona mín sagði alltaf.

 

Það var nýtt hótel að opna í Barcelona sem heitir The One Hotel og er rétt hjá þar sem ég bý. Ég var mjög spennt að fara þangað því að ég þekkti til arkitektarins. Þetta er eitt truflaðasta hótel sem ég hef séð, allt í marmara og gylltum hlutum. Þeir opna síðan Rooftopp bar í apríl og það gæti verið að ég myndi hanga þar í allt sumar.

En að drykknum þá fékk ég mér hann þar en hann var með smá twisti, Ginger Cosmopolitan hét hann.
Mjög góður með smá engiferkeim en alls ekki of mikið. 

Ég fékk að fylgjast með hvernig barþjóninn gerði hann og fékk svo að taka myndir.

Hún skar eins og þumal af engiferi í nokkra bita og setti með í hristarann.

Skar svo þunna sneið og nuddaði honum ofan i glasið.Uppskriftin er þá svona:
 

Ginger Cosmopolitan 

3 cl vodka (sirka eitt skot)

1.5 cl Cointreu

 3 cl af trönuberjasafa

Safi úr 1/2 lime.

ca. þumall af engiferi og sneið til að skreyta
 

Byrjið á því að fylla glasið með klökum til að kæla það.

Setjið í hristara hráefnin og fyllið upp með klökum og hristið, hristið og hristið.

Fjarlægið klakana úr glasinu og helliði svo úr "shakernum" ofan í glösin en sigtið klakana frá

Skerið þunna sneið af engiferinu og notið sem skraut.

Salut !