RFF 2017

22 Feb 2017

Nú fer að líða að stærsta tískuviðburði ársins hér á landi, Reykjavík Fashion Festival. Hátíðin verður haldin í sjöunda sinn þann 23. - 25. mars 2017. 
Fagnefnd hátíðarinnar hefur valið alls sex hönnuði og vörumerki úr stórum hóp upsækjenda en þeir eru: 

Aníta Hirlekar 

Magnea

Inklaw 

Another Creation 

Myrka

Cintamani

 

Ef þið smellið á hvert nafn fyrir sig hér að ofan getið þið lesið ykkur til um hönnuðina sem munu taka þátt í ár. 
Verið er að vinna að því að taka upp kynningarmyndband um hvern og einn hönnuð sem gaman verður að sjá. 
 
__________________________________


Miðasla á hátíðina mun hefjast í lok mánaðarins.
Ég er strax orðin mjög spennt enda farið á hátíðina síðustu 3 skipti. 
Ég hef bæði verið partur af fjölmiðlateymi hátíðarinnar og einnig sem gestur.
Vert er að minnast á að verið er að óska eftir sjálfboðaliðum og hægt er að sækja um á heimasíðu RFF hér.  Skemmtilegt tækifæri sem gaman er að hafa í ferilskránni. 

Ótrúlega skemmtileg helgi sem enginn tískuunnandi má láta framhjá sér fara. 

Ég mæli einnig með að fylgja RFF á snapchat: rff_is