50 shades of blue

23 Feb 2017

Ég keypti mér æðislegan bláan jakka úr rúskinnslíki í Zara um daginn. Blár er einn af mínum uppáhalds litum og þessi tiltekni litur heillaði mig algjörlega upp úr skónum. Hann kostaði rétt undir 10.000 kr,- sem mér finnst nokkuð sanngjarnt verð fyrir svona fallegan jakka.

 


Ég heillast mikið af þessu töffaralega bikersniði og beltið í mittinu setur punktinn fyri i-ið. 

______________________________________________

Ég klæddist jakkanum um síðustu helgi þegar við fórum nokkrar vinkonur saman út að borða á veitingastaðinn Geira Smart. 
 

Ég ákvað að para nýju blágráu buxurnar við sem ég fjallaði um úr Selected fyrir stuttu síðan, sjá hér.

Outfit: 

Jakki - Zara
Buxur - Selected
Toppur - Boohoo
Skór - Zara
Hattur - h&m