NÝ GLERAUGU

26 Feb 2017

Ég keypti mér ný gleraugu fyrir stuttu síðan frá merkinu Oliver Peoples
Ég hef lengi haft augastað á merkinu, en það hefur verið nokkuð áberandi á meðal stjarnanna í Hollywood.
Munið þið ekki eftir peppmyndinni af Ryan Gosling með quotinu - you can do ir girl ? Jújú, þar er kallinn með gleraugu frá Oliver Peoples og mig dreymdi alltaf um að eignast svipuð gleraugu og kappinn eftir að hafa séð þessa mynd.

Færslan er ekki kostuð. 

Mér hefur alltaf fundist algjör hausverkur að finna mér gleraugnaumgjörð en þessi var með þeim fyrstu sem ég mátaði en ég var með nokkuð góða hugmynd um hvernig stíl mig langaði í. Yrjótt og rúnuð en alls ekki of stór. 
Ég fór að máta umgjarðir á nokkrum stöðum en endaði á að finna þessa frá Oliver Peoples. 
Ég verð þó að viðurkenna að mér blöskrar verðið á umgjörðum hér á landi og ákvað því að panta þessa af netinu af þessari síðu hér.
Þar kostaði hún um helmingi minna en hér á landi. Ég lét að vísu setja gler í þau hér heima en það reyndist ekki mikið mál.