Póstkort frá Ítalíu

01 Mar 2017

Við parið skelltum okkur í helgarferð til Milano. Flugið er ekki nema rúmur klukkutími frá Barcelona og kostaði farið fyrir okkur bæði fram og til baka undir 10.000 krónur. Við eigum svo elskulega vini sem hýstu okkur á besta stað í Milano. Ferðin var frábær þrátt fyrir smá rigningu enda var planið bara að fara og borða góðan mat, labba um og slappa af. Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í ferðinni.
Ég fríkaði út!Ítalskur matur er auðvitað það besta.

Fór á Monolo Blanik sýningu sem var ótrúlega flott.
Ef þú ert á leiðinni til Milanó á næstu vikum mæli ég klárlega með að kíkja.Svo fórum við reynar einn daginn í eitt flottasta spa sem ég hef séð.
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram og Snapchat sáu það og fékk ég þó nokkrar spurningar.
Ég var ekki mikið með símann minn þarna inni en þetta var æði. Staðurinn heitir CQ Term og getur farið inná heimasíðuna hér.
Hér er mynd sem ég tók af einu af afslöppunarherbergjunum.Við urðum vináttu ríkari og ástfangin af Milanó.

Þess má til gamans geta að Berglind vinkona sem við vorum hjá er einmitt í nýjasta Glamour blaðinu að tala um Mílanó.
Ég stal myndinni frá Instagraminu hennar hér:
Berglindo


Hlakka til að koma aftur.
XX