MIÐASALA ER HAFIN Á RFF

02 Mar 2017

Nú er kominn marsmánuður og ég er að tryllast úr spenningi yfir Reykjavík Fashion Festival. Miðasala á hátíðina hófst í gær og kostar helgarpassi á allar sýningarnar 12.990,- og dagspassi 6.990,-
Dagspassi veitir aðgang að öllum sýningum annaðhvort á föstudegi eða laugardegi. Á föstudegi munu Myrka, Cintamani og Magnea sýna hönnun sína en á laugardeginum verða Another Creation, Inklaw og Anita Hirlekar. 

Hægt er að kaupa miða á hátíðina hér og er takmarkað magn af miðum í boði. 
 

 

Ég mæli síðan með að bæta við rff_is á snapchat. Í dag var einn af hönnuðum keppnarinnar Anita Hirlekar með takeover og síðan er alltaf eitthvað skemmtilegt og spennandi að gerast þar inni. 


Hlakka til að sjá ykkur á RFF.