Nýr uppáhalds maski

05 Mar 2017

Ég prufaði ApiClear Purifying Facial Peel maskann frá Manuca Doctor nýverið og ég féll alveg fyrir þessum maska af svo mörgum ástæðum. Ég mæli hiklaust með því að næla sér í eintak á kynningarverði. 

Færslan er ekki kostuð. 

Maskinn er unnin úr Manuka hunangi og eitrinu sem kemur úr broddi býflugnanna meðal annars en innihaldsefnin eru öll náttúruleg. Hann inniheldur engin parabenefni. Kourtney Kardashian er global brand ambassador fyrir Manuka Doctor en þeir sem hafa fylgst með þeim systrum vita það að hún hugsar virkilega mikið um allskonar eiturefni og hvar þau gætu leynst. Manni líður alltaf betur að vita af því þegar það eru ekki einhver skaðsamleg efni í vörunum sem maður setur á húðina en þau efni geta alltaf borist út í blóðrásina og haft skaðsamleg áhrif.

Það sem ég elska við maskann er það að hann hreinsar húðina rosalega vel, hefur góð áhrif á húðholurnar og skilur húðina eftir svakalega mjúka og fallega. Þegar ég nota hreinsiá eiga þeir það til að þurrka húðina mína óþæginlega mikið upp en þessi gerir það alls ekki. Svo er lyktin ekkert smá góð og mild. Hver elskar líka ekki Peel off maska? Það er eitthvað fáránlega þæginlegt við að taka þá af sér. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að vita meira um maskann þá eru allar helstu upplýsingar hjá Deisymakeup.is en maskinn er einnig á kynningarverði fram á næsta sunnudag. Mæli með því að hafa hraðar hendur því hann kemur í takmörkuðu upplagi í fyrstu sendingu og ég veit að það hefur verið ánægja með hann.