NEW IN - MOSS FRÁ G17

06 Mar 2017

Ég fékk svo æðislega og persónulega pakkasendingu frá Galleri 17 fyrir helgi sem ég verð að fá að deila með ykkur. 
 

Mér ber engin skylda að fjalla um eitt né neitt sem ég fékk í þessari flottu gjafaöskju. Ég er hreinlega að gera það af einskærum áhuga enda var þessi gjöf mjög svo óvænt og ég vissi ekkert hvað leyndist í pakkanum. Í ljós kom að innihaldið á einstaklega vel við mig og það er það sem ég elska við þennan pakka. Þið sem hafið fylgst með mér í smá tíma hér eða á snapchat (kolavig) vitið að ég elska samfestinga, chokera, netasokkabuxur & bandana klúta. 

Í þessari öskju voru akkúrat allir þessir hlutir ásamt svörtum þröngum kjól og Royal Reykjavík kerti

Ég fjallaði um þessar vörur fyrir helgi á snapchat og tók í leiðinni nokkrar myndir af flíkunum á símann minn. 
Ég afsaka því gæðin fyrirfram en ég er bara svo æst að deila þessum flíkum með ykkur í ljósi þess að þær eru á 20 % afslætti á kringlukasti. 


Samfestingurinn og kjóllinn eru bæði frá merkinu MOSS sem er eingöngu selt í Galleri 17. Það sem mér finnst einkenna merkið eru notagildi og einfaldleiki. Flíkurnar eru á góðu verði og að auki er 20 % afsláttur út daginn í dag en í dag er síðasti dagur kringlukasts. 

Ég mæli klárlega með þessum vörum. Ég á nú þegar nokkrar vörur frá merkinu en í uppáhaldi er samfestingur frá Edda x Moss sem er samstarf Eddu Gunnlaugs og Galleri 17. 
Ég er æst í að eignast mesh rúllukragabol frá MOSS og krossa fingur að hann sé ekki uppseldur. 


Takk fyrir mig Galleri 17.