Shakti nálastungudýna

06 Mar 2017

Þessi færsla er ekki kostuð 

Ég ætla að deila með ykkur dýmætum kaupum sem að ég gerði fyrir rúmum mánuði. En það er svona nálastungu dýna, mamma & pabbi eiga svona dýnu en þegar ég fer til þeirra í pizzu á föstudögum hef ég nýtt mér það óspart að leggjast á hana. Ég fann hvað ég slakaði alltaf vel á þegar ég var búin & fannst ég því verða að eignast dýnu til að nota heima líka. 

Mér finnst líka svakalega gott að standa á henni á morgnana í örfáar mínútur á meðan ég bursta tennurnar eða eitthvað. Verð minna þreytt í fótunum. Hef líka lagst á hana þegar ég er andvaka eða vakna á næturnar & á erfitt með að sofna aftur. Ég slaka svo vel á eftir að ég rotast bókstaflega. 

 

Það getur líka reynst gott að leggjast á hana í byrjun dags, taka smá öndunar æfingu & hugleiðslu. Þá fariði af krafti & jafnvægi inní daginn. 

 

Ég las mér síðan aðeins til um ávinningin sem að fylgir því að nota svona & ætla því að leyfa því að fylgja með. 

 

- hjálpar til við hausverk 

- dregur úr bakverkjum 

- hjálpar til við svefn vandamál

- dregur úr streitu 

- minnkar vöðvaspennu 

- kemur blóðflæðinu af stað

- er eins & nudd, maður verður minna stirður í baki. 

- hjálpar til við vöðvabólgur 

- hjálpar til við liðagigt 

 

 

Til að byrja með getur  verið mjög vont að leggjast á dýnuna en það er hægt að kaupa dýnu eftir styrkleikum. Ég fór í Eirberg um daginn & fékk frábæra þjónustu & upplýsingagjöf um vöruna. 

Ég allavega get mælt heilshugar með þessari dýnu & vona að þið njótið góðs af! 

 

 

#nálastungudýna #Shakti #heilsa