UPPÁHALDS SMÁATRIÐI HEIMA HJÁ MÉR

07 Mar 2017

Það er ekki oft sem ég geri færslur tengdar heimilinu en mér finnst órtúlega gaman að lesa og skoða persónulegar færslur af heimilum annara. 
Ég ákvað að taka myndir og deila með ykkur mínum uppáhalds smáatriðum. Ég mun skrifa fyrir neðan hverja og eina mynd hvaðan vörurnar fást.

Þessi færsla er ekki kostuðLack hillan mín úr Ikea er í miklu uppáhaldi enda elska ég að breyta til hvað ég hef á henni. 
Þessa stundina er þessi æðislega planta í aðalhlutverki. Ég keypti hana í Ikea fyrir um 1-2 mánuðum síðan. Ég er ekki svo vel að mér í blómamálum að ég viti hvað hún heiti en ég skýrði hana óskaregn. Potturinn er líka úr Ikea, ljósaskiltið af Amazon (mycinemalightbox) og kertastjakinn frá House Doctor
 Á þessari gömlu kommóðu eru nokkrir af mínum uppáhalds smáhlutum. Ég hef áður fjallað um þennan fallega blómavasa hér en ég bara fæ ekki leið á honum. Vasinn og skærin eru úr Indiska . Ég er með einhverskonar gyllt / koparæði um þessar mundir og hrífst af öllum þannig smáatriðum. 
Ég elska að hafa hlýlegt í kringum mig og þessir hlutir hjálpa til við það. Kertastjakinn er nýlegur en hann keypti ég í búð sem heitir Burlington í Ameríku.
Kertin uppgötvaði Bjarni, kærastinn minn fyrir nokkrum árum en þau eru frá merkinu P. F. Candle co. Við kaupum kertin í Target eða Urban Outfitters erlendis en þau eru fáanleg í Galleri 17 hér heima.
Lyktin sem við erum sjúk í heitir Taekwood and Tobacco, sjá frekari upplýsingar hér.
 

Hornin eru sennilega eitt af því fyrsta sem ég keypti inn á heimilið. Þau fékk ég í Myconceptstore fyrir rúmum 5 árum. 
Ég hef síðan með árunum hengt upp allskyns skartgripi sem mér þykir vænt um. 
Myndirnar eru gömul póstkort sem ég hef átt í mörg ár. Áttavitinn er einnig úr Myconceptstore, Marmaravasinn er frá merkinu Madam Stoltz og hauskúpustjakarnir frá Bloomingville
 Þessi gyllta hilla er nýjasta mublan á heimilinu. Hún er úr Indiska og ég dýrka hana! 
Við áttum innlegsnótu í versluninni og vorum með hausverk hvað við ættum að velja okkur, við sáum síðan glitta í eitt stykki af þessari æðislegu hillu og urðum bæði mjög hrifin.
Við erum með hana í eldhúsinu en draumurinn er að eignast gyllta pressukönnu í stíl og falleg eldhúsáhöld til að hengja á krókana.

 

Við erum með aðra litla krútthillu í eldhúsinu. Á henni er svipað þema. Old and rusty.
Ég hef verið mikið spurð út í klukkuna ef það sést glitta í hana á snapchat en hana fékk ég í Púkó og Smart fyrir nokkrum árum en sú verslun er því miður hætt. Stjarnan og ramminn eru bæði úr H&M Home

_________________________________________
 

Þær færslur sem ég hef skrifað tengdar heimilinu mínu eru þessar hér fyrir neðan: 


Nýtt á heimilið

Details @ Home 

Heima hjá mér fyrir / eftir

Uppáhalds heima