Daily essintials

10 Mar 2017

Mér datt í hug að tala um hluti sem ég nota alla daga óháð því hvort ég sé að fara vera heima hjá mé allan daginn, hvort ég sé ómáluð þann daginn eða hvað ég kann að vera að brasa. Þetta eru ekki hreinsivörur né förðunarvörur heldur hlutir sem kannski eiga til að gleymast hérna hjá mér í umræðunni þrátt fyrir að vera notaðir alla daga. Ekkert af vörunum var sent til mín heldur keypti ég þær sjálf :)

Oral B rafmagnstannbursti

Ég er smá tannaperri og elska hvítar og fallegar tennur, og tilfinninguna að vera með hreinar tennur. Nýlega byrjaði ég að nota þennan rafmagnstannbursta og ég er að segja ykkur það, hann er game changer! Var í smá sjokki fyrst þegar ég notaði hann því tennurnar voru sýnilega mun hreinni og ég fann það líka mjög vel hversu extra hreinar þær voru! Ef þið hafið ekki prófað þá mæli ég mikið með! Þessi fæst í Hagkaup og eflaust á fleiri stöðum. 

Secret gel svitalyktaeyðir

Eftir að ég prófaði þennan þá hef ég ekki keypt mér neinn annan síðan þar sem að þetta er bara besti svitalyktaeyðir sem ég hef prófað. Hann þornar mjög fljótt og vinnur vinnuna sína allan daginn. Hann fæst því miður ekki á Íslandi en ég hef keypt mína alltaf í Target hingað til. 

Victor and Rolf Bon Bon ilmvatn

Fékk þetta ilmvatn í jólagjöf og ég elska það! Ég á mjög mörg ilvötn en ég gríp lang oftast í þetta og veit að ég mun klárlega kaupa mér nýtt þegar það klárast. 

Wet Brush

Langbesti hárburstinn. Finnst eins og allir noti þennan hárbursta. Nokkuð viss um að þið finnið hann á mörgum af hárgreiðslustofum landsins en ég keypti minn í Ameríku.

Sugar Varasalvi

Eins og hefur komið fram hérna á blogginu áður þá elska ég varasalva og nota þá alla daga. Þessi frá Sugar er í uppáhaldi hjá mér þessa stundina en hann bæði nærir og lyktar mjög vel.