Mon Guerlain

11 Mar 2017

Mér var boðið á kynningu á nýja ilminum frá Guerlain, Mon Guerlain sem unninn er í samvinnu við leikkonuna og stórstjörnuna Angelinu Jolie. 
Það sem einkennir ilminn er að hann er ögrandi, ljómandi og nautnalegur.
Við fyrstu kynni umlykja guðdómlegir ilm tónar af ríkri vanillu og jasmín með hint af lavender og áströlskum sandalwood. 
Flaskan segir sögu Guerlain með fáguðum línum á meðan innihaldið kemur á óvart. 

Höfundur fékk vöruna að gjöf 

 

Nokkrar myndir frá kynningunni á Hilton.Æðislegur ilmur sem ég fæ ekki nóg af!
Mæli með að prufa.