MÍN UPPÁHALDS ÖPP

12 Mar 2017

Ég ákvað að taka saman mín uppáhalds öpp og deila þeim með ykkur, þar sem ég fæ af og til spurningar um myndirnar mínar. 

Ég þarf nú varla að taka fram Snaphat og Instagram, þar sem flestir eru með þau öpp nú þegar.


      

  

VSCO -  ég nota þetta app til þess að setja filtera á myndirnar, það er ótrúlega mikið úrval af þeim. Það er einnig hægt að kaupa auka filtera ef maður vill bæta við. HB1 er í uppáhaldi hjá mér núna.
 

SNAPSEED -  Nota ég aðalega til þess að draga fram liti í myndum, oft þegar maður er búin að velja filter gerist það oft að sumir litir á myndinni verða daufir. Þá er mjög sniðugt að velja Brush, og getur litað yfir hlutinn sem þú villt ná fram. 
Eins og hér fyrir neðan á myndunum er ég aðeins búin að skerpa litinn á húsunum. 

                                                                                                                                                                                                                                                                                    

              

 

 

Ég nota FACETUNE aðalega til að fjarlægja eitthvað útaf myndinni, Þar er fítus sem heitir Patch sem ég nota mest. Svo dæmi sé tekið eins og hér fyrir neðan á myndunum, þá fjarlægði ég konuna með því.

           

 

 

DARKROOM -  Nota ég aðalega til þess að taka gula birtu úr myndum,einnig er margt fleira sem hægt að gera.

  

 

We Heart It, er snilldar app sem ég er búin að vera mjög lengi með í símanum, þetta er mjög svipað og Pinterest. Nota það til þess að fá innblástur og bara skoða fallegar myndir. 

 

FITNESS -  Nota ég í ræktinni, þar er hægt að sjá allskonar video af æfingum með því að velja vöðvahópa. 

 

læt þetta duga, vonandi gaf þetta ykkur einhverjar hugmyndir.