Laugardags dress

15 Mar 2017

Á laugardaginn var söngvakeppni sjónvarpsins og af því tilefni ákvað ég að dressa mig aðeins upp. 
Ég fjallaði um óvæntan pakka sem ég fékk frá Galleri 17 fyrir stuttu síðan (sjá hér) og í honum leyndist þessi fallegi samfestingur og tóbaksklútur ásamt fleira góssi. 

 

 

Samfestingurinn er frá merkinu MOSS og er æðislegur í sniðinu. 
Ég sé fram á mikið notagildi í honum en mig langar í gegnsæan rúllukragabol til að klæðast innanundir ef ég vill ekki vera eins ber.