YEOMAN OPNUN

16 Mar 2017

Mér var boðið á opnun Yeoman í dag, ný verslun fatahönnuðarins Hildar Yeoman. 
Verslunin er staðsett á besta stað í bænum, Skólavörðustíg 22. Þar selur Hildur fatnað og fylgihluti eftir sig sjálfa ásamt því að bjóða upp á frábært úrval af skóm frá KALDA og Miista. Einnig eru nærföt, blómavasar, ilmvötn og ilmkerti til sölu sem gefur versluninni skemmtilegan tón.
 

Færslan er ekki kostuð.
 


 

Ég var strax yfir mig hrifin þegar ég gekk inn. Litlu smáatriðin heilluðu mig mest. Allskyns fallegar og framandi plöntur, viðardrumbar og kuðungar ásamt myndum eftir hina hæfileikaríku Sögu Sig.
Ég tala nú ekki um fatnaðinn en Hildur hefur lengi verið minn uppáhalds hönnuður. Allt sem hún gerir er sannkallað listaverk.
Ég heillaðist gjörsamlega af kápunni og bodychain-inu hér fyrir ofan. 


Ég mæli með að gera sér ferð í þessa mögnuðu verslun Yeoman á Skólavörðustíg.