Rólegur morgun

17 Mar 2017

Morgnarnir eru alltaf frekar rólegir hjá okkur tveimur svona þegar hinir tveir meðlimir fjölskyldunnar eru farnir að sinna sínu og oftar enn ekki tökum við fyrsta morgunsopann í svefnherberginu síðan smá spjall og kúr.


Fallega fjaðraljósið frá Vita. Rósettan er keypt í Bauhaus.


Stuðkanturinn hans Emils Arons er mjög látlaus en mér finnst hann ótrúlega fallegur. Hann er til hérna.

Fyrir ári síðan var ég stödd í Mexíko og keypti þennan af götusala. Hann fær að hanga á fallega dots snaganum frá Menu.

Góða helgi

xx