NEW IN - KENDALL + KYLIE SKÓR

20 Mar 2017

Ég var að fá æðislega gjöf úr Gs skóm en það eru töfflur frá KENDALL + KYLIE.
Þær Jenner systur eru óneitanlega einar vinsælustu og áhrifamestu stúlkur sinnar kynslóðar og er ég mikill aðdáandi. Mér þykir því ekki amalegt að fá þessa viðbót í skóflóruna hér á landi. 
Ég sýndi skóna á snapchat í síðustu viku og vöktu þeir mikla lukku. Ég get loksins deilt því með ykkur að almenn sala á skónum hefst kl 11:00 fimmtudaginn 23. mars í Gs Skóm Kringlunni og Smáralind. 

______________________________________
 

Töfflurnar sem ég valdi mér eru úr leðri, svartir með hvítri rönd. Það er einnig hægt að fá svarta með silfur rönd.
Ég smellti nokkrum myndum til þess að deila með ykkur. 
 

 

Ég mæli með að kíkja við í Gs Skó á fimmtudaginn en skórnir koma í takmörkuðu upplagi.
Það komu einnig tveir litir af strigaskóm eftir systurnar sem eru geggjaðir. 


Takk fyrir mig Gs Skór.