Sara Dögg breytir íbúð - Viltu fylgjast með?

20 Mar 2017

Já við parið til ellefu ára vorum að festa kaup á okkar fyrstu íbúð í þessum brjálaða markaði. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum kaupum en á sama tíma mjög svo stressuð yfir þessum lánum og skuldbindingum. Mér líður eins og ég hafi fullorðnast um 8 ár við þetta ferli. 

 

Ástæðan fyrir því að ég sé að deila þessum tímamótum með ykkur er að mig langar að leyfa ykkur að fylgjast með þessu ferli. Ég ætla jú að gera eitthvað yfirborðskennt við íbúðina. Að kaupa íbúð núna í dag er alls ekki auðvelt og langt frá því að vera sanngjarnt. Að því sögðu, þá er ekki mikill auka peningur til staðar til þess að rífa eitthvað út og henda upp nýju, svo að ég ætla að vinna með það sem ég er með.

Ég vinn við þetta svo að ég ætti að geta gert það allra besta úr hráefninu sem ég er með. Ef að þið hafið áhuga á því að fylgjast með breytingunum skref fyrir skref þá ætla ég að deila þeim á mínu Insta-story þar sem minn snapchat aðgangur er prívat. Aftur á móti er femmeisland snapchat aðgangurinn opinn fyrir öllum, þar ætla ég einnig að snappa frá gangi málanna. Ég verð líklega örlítið ítarlegri og persónulegri þar.  


Hlakka ótrúlega til að sjá ykkur xx

instagram.com/sdgudjons          /          femmeisland  á snapchat