Uppáhalds undanfarið

20 Mar 2017

Síðustu vikur er ég búin að uppgötva bæði gamlar gersemar og nýjar sem hafa ratað inn í rútínuna mína og langar mér að deila þeim með ykkur. 

Beauty for real gloss

Ég er búin að vera færa mig yfir í glossana núna undanfarið og hvíla smá möttu varirnar. þessi gloss frá Beauty for real mótar varirnar svo fallega sem ég elska og svo er hann bara fullkominn á litinn fyrir minn húðtón. Ég er búin að vera nota hann mikið í vinnunni og hann hentar svo vel í því umhverfi þar sem flugvéla loftið er frekar þurrt og hann er ekki að þurrka upp varirnar eins og margir varalitir eiga til að gera. Beauty for real vörurnar fást á hárgreiðslustofunni Marmarik. 

First Aid Beauty Ultra repair intensive lip balm 

Eins og fram hefur komið oft áður þá er ég algjör varasalva perri og nota þá óspart. Þessi hefur núna ratað í töskuna mína og er ég hæst ánægð með hann. Algjörlega nauðsynlegt að vera með góðann rakagjafa á vörunum í kalda veðrinu að mínu mati. Fæst í Fotia.

Lancome Hypnose Drama maskari

Ég keypti mér nýjan Hypnose Drama maskara um daginn eftir smá pásu frá honum og vá hvað ég var búin að sakna hans. Áttaði mig ekki á því fyrr en ég fór að nota hann aftur. Klárlega í topp 3. hjá mér þegar kemur að möskurum. Elska hann!

YSL Gullpenninn

Vara sem við þekkjum öll býst ég við og það er góð ástæða fyrir því. Sama og með maskarann þá fór ég að nota þennan aftur nýlega og skil ekkert í mér afhverju ég hætti að nota hann á tímabili og er hann ómissandi í minni rútínu þessa dagana. 

Revolution Luxury Powder - Banana

Þessi vara var á óskalistanum hjá mér um daginn og stóðst púðrið klárlega væntingar. Persónulega elska ég það þegar ég er með brúnkukrem og í dekkri kantinum til þess að setja hyljarann undirn augunum til að birta til. Fæst í Fotia.

L.A. Girl Pro Coverage hd farði 

Ég efast um að þessi farði hafi farið fram hjá ykkur sem fylgist með á social media herna heima en það er góð ástæða fyrir því að hann er svona mikið í umræðunni. Farðinn er búinn að vera í stanslausri notkun hjá mér en hann bæði myndast ótrúlega fallega, hefur góða þekju og gefur fallegan ljóma. Svo kostar hann ekki nema 1.690 kr. sem er algjört djók verð fyrir gæðin sem þú færð ef þú spyrð mig. Fæst í Fotia.

Sachajuan Silver Shampoo

Eftir að ég litaði mig ljóshærða þá hef ég notað fjólublá sjampó til þess að kæla tóninn í hárinu þegar það er orðið aðeins of gyllt. Ég hef verið með fjólubláa sjampóið frá Fudge í notkun en ég var farin að finna fyrir því að það þurrkaði hárið á mér helduru mikið. Fyrir nokkrum vikum prófaði ég svo þetta frá Sachajuan og er ótrúlega ánægð með árangurinn. Nær að tóna hárið mitt án þess að þurrka það sem er akkurat það sem ég var að leita að. Mæli mikið með! Fæst bæði í Maí og Marmarik. 

Urban Decay Ultimate Basics paletta

Fullkomin hversdags paletta með bæði hlýjum og köldum möttum augnskuggum. Búin að nota þessa endalaust síðan ég fékk hana. 

Biotherm Lait Corporel body lotion

Þeir sem þekkja mig vita ég er minnsta body lotion týpan og notaði þau eiginlega aldrei nema húðin á mér væri alveg að skrælna. Ég fékk þetta síðan í jólagjöf og ég verð að segja að það kom mér svo mikið á óvart. Ég elska núna að setja þetta á mig eftir sturtu því þetta smýgur beint inn í húðina og lyktar svo ótrúlega vel.