UPPÁHALDS KJÚKLINGASALATIÐ

22 Mar 2017

Ég eldaði þetta guðdómlega kjúklingasalat fyrir nokkru síðan og deildi með fylgjendum mínum á snapchat (kolavig). Áhuginn leyndi sér ekki og fékk fjölda spurninga um uppskriftina. Ég ákvað því að deila henni ásamt nokkrum myndum sem ég tók á símann minn með ykkur kæru lesendur. 

_____________________________________________

4 kjúklingabringur / Ég er oftast að elda fyrir tvo og nota þá 1 ½ - 2 bringur. 
½ bolli ólífuolía 
1/4 bolli balsamic edik
2 msk sojasósa frá Kikkoman
1 pakki instant núðlusúpa
1 pakki möndluflögur
3 msk sesamfræ 
1 lítil flaska sweet chilli sósa

1 poki spínat
1 avocado
1 bakki litlir kirsuberjatómatar
½  mangó
½ rauðlalukur 
Gúrka
Bláber
Vínber

Skerið kjúklinginn í bita og steikið á pönnu og kryddið með salti og pipar.  Þegar kjúklingurinn er tilbúinn, hellið þá sweet chilli sósunni yfir og látið malla í 5 mínútur.

Dressing:
Í potti blandið saman olíunni, balsamic edikinu og sojasósunni.  Látið suðuna koma upp og látið sjóða í 1 mínútu, kælið og hrærið í, í nokkrar mínútur.

Ristið á pönnu, möndluflögur, sesamfræ og núðlurnar úr instant núðlusúpunni.

Blandið saman möndluflögumixinu og dressingu úr potti.

Setjið síðan dressingu yfir og kjúklinginn að lokum.

_____________________________________________

 

Þetta salat slær alltaf í gegn á þessu heimili, mæli með!