PUMA x KYLIE JENNER

23 Mar 2017

Það má heldur betur segja að íþróttavörumerkið PUMA hafi tekið stakkaskiptum síðustu misseri með stjörnur á borð við The Weeknd, Rihanna, Cara Delevingne og nú Kylie Jenner sem andlit merkisins. 
Mér var boðið að kíkja í Intersport að kíkja á nýju Puma línuna sem var að lenda í verslun þeirra á bíldshöfða. 
Engin önnur en Kylie Jenner er andlit línunnar að þessu sinni sem er algjörlega tryllt.
Ég valdi nokkrar flíkur til að mynda fyrir ykkur kæru lesendur og er búin að vera þvílíkt spennt að sýna ykkur, svo hér er útkoman!

Færslan er unnin í samstarfi við Intersport

 

Ég er in love! 
Ég mun seint kalla mig einhvern íþróttaálf en ég er svo mikið að fíla mig í þessum Puma fötum. Töffaraleg og flott!
Gráa yogasettið er í miklu uppáhaldi enda er efnið eitt af því mýksta sem ég hef komið við.
Skórnir eru ekki bara að looka heldur ótrúlega þægilegir með góðan stuðning við ökkla.


Mæli með að kíkja í Intersport að skoða þessa geggjuðu línu. 
Hafið þó hraðar hendur því takmarkað magn í boði!