Chicken Meatballs

26 Mar 2017

Þegar ég bjó í Williamsburg í Brooklyn þá fékk ég æði fyrir kjötbollum eftir að hafa uppgötvað veitingastaðinn The Meatball Shop, sem varð einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum. Réttirnir eru allir búnir til frá grunni og auðvelt er því að búa til alls konar hollar samsetningar af bollum og salati.

Ég pantaði uppskriftarbók staðarins rétt eftir að ég flutti heim en í henni eru allar bollurnar, til dæmis kjúklinga, grænmetis, svínakjöts og í allskonar útfærslum. Sósurnar, salötin ásamt eftirréttum og kokteilum má auðvitað finna líka.Kjúklingabollur


Kjúklingahakk 
1 egg
1/2 bolli saxaðar ristaðar brauðsneiðar
3/4 bolli mjólk
3 pressaðir hvítlauksgeirar
2 matskeiðar fersk basilikka (2 teskeiða þurkaðar)
2 matskeiðar fersk steinselía (2 teskeiðar þurkaðar)
1 teskeið salt

Hitið ofninn í 180°
Setjið brauðið í skál með mjólkinni og látið standa í nokkar mínútur.
Setjið kjúklingahakkið í stóra skál með hvítlauknum, basilikunni, steinselíunni, salti og og eggi.
Blandið öllu saman með höndunum og bætið svo brauðblöndunni við og blandið saman.

Helltu olíunni í eldfasmót og byrjið að búa til bollur.
Þær eiga að vera í stærð við golfkúlur.
Raðið þeim í form en látið þær ekki snerta hvor aðra.

Bakið í 25 mínútur.

Parmesan sósa

1/4 bolli smjör
1/4 bolli hveiti
1 og 1/2 bolli matreiðslurjómi
1 bolli rifinn parmesan
1/4 teskeið salt
1/4 teskeið pipar

Bræðið smjör í potti á miðlungshita. Hrærið hveiti í pottinn og hrærið vel. Bætið rjómanum við rólega í einu og fáið upp suðu og hrærið í 1-2 mínútur eða þangað til sósan er farin að þykkna. Bætið þá við parmesan ostinum, salt og pipar.


Hunangs ristaðar gulrætur8 stórar gulrætur skornar niður eins og franskar
2 matskeiðar olía
1 teskeið salt
1/4 bolli hunang
1/2 bolli ristaðar og saxaðar hnetur að eigin vali.
1/2 sítróna
 

Setjið olíu,salt og hunang í stóra skál og hrærið vel saman.
Veltið gulrótunum í skálinni og raðið á ofnplötu.
Bakið í ofni í 30-35 mínútur.

Þegar þær eru tilbúnar setjið þær í skál og kreistið smá sítrónu yfir og að lokum söxuðu hnetunum.

Ég bar líka fram kartöflumús og salat.
Hér eru líka aðrar kjötbollur sem ég hef gert úr bókinni.

Veggi Balls

Meatballs