RFF OUTFIT VOL I

26 Mar 2017


Rauðir detailar voru áberandi hjá undirritaðri á fyrra kvöldinu á Reykjavík Fashion Festival á föstudaginn. 
Hátíðin í ár fær eitt stórt hrós skilið fyrir vel lukkaða helgi. Allt gekk mjög smurt og sýningarnar frábærar. Sú sýning sem stóð upp úr að mínu mati var sýning Anitu Hirlekar sem var í gær. Litríkar, vandaðar og fallegar flíkur með geggjaða detaila. 
 

Dress kvöldsins var nokkuð casual en ég ákvað að poppa það upp með hælum og uppáhalds rauðu kápunni frá Selected
Skórnir eru nýir frá Steve Madden og hittu beint í mark þegar ég rakst á þá í Montreal um síðustu helgi. 
Ég hef varla farið úr þessum gallabuxum síðan ég keypti þær en þetta eru hinar einu sönnu Levis 501 sem Móeiður fjallaði um í þessari færslu. 
Bolurinn er frá Champion en hann pantaði ég af urbanoutfitters.com hér.
 


 

Ég varð að leyfa þessum myndum af fylgja með. Ég er dolfallin yfir skónum en það er e-h 70s / Stevie Nicks fílingur í þeim. 

__________________________________

Takk fyrir mig og frábæra helgi RFF.
Ég kem með outfitfærslu frá seinna kvöldinu í vikunni. 

Njótið sunnudagsins,