New York X Best Friends

28 Mar 2017

Ég fór í stutt stopp til New York um daginn og það vildi svo skemmtilega til að bestu vinkonur mínar voru staddar þar á sama tíma. 

Við eyddum því þeim stutta tíma sem við höfðum saman og skemmtum okkur konunglega enda ekki annað hægt í þessum félagskap í þessari borg. Við fórum út að borða á Tao downtown og kíktum svo í Kareoki að því loknu. Fátt meira lýsandi fyrir okkur vinkonurnar enda elskum við Kareoki og tónlist yfir höfuð. Að því sögðu þá kemur það kannski ekki á óvart að við fórum í brunch á stað sem heitir Ellens Stardust Diner. Við höfðum aldrei farið þangað áður en þar eru lærðir söngvarar, dansarar og leikarar sem þjóna til borðs og syngja live á meðan. Allt þetta fólk er að reyna að komast inn á Broadway og notar þetta "svið" til þess að æfa sig og bæta til þess að eiga meiri séns á því að komast í Brodway sýningu. Svo ótrúlega skemmtileg og öðruvísi upplifun. Ég mæli klárlega með því að kíkja þangað ef leið ykkar liggur til NY á næstunni. 

Uppáhalds konur í uppáhalds borg <3