Nýtt: Mattur Cushion farði frá Lancôme + 20% afsláttur

30 Mar 2017

Ég fékk að prófa nýjan farða um daginn sem mér langar að segja ykkur frá. Þetta er nefninlega svo gullfalleg vara bæði að utan sem innan og þá meina ég það bókstaflega.

Farðinn heitir Teint Idole Ultra Cushion frá Lancome og er hann alveg mattur og því um nýja áferð cushion farða að ræða. Auk þess er hann ótrúlega léttur en gefur samt sem áður fulla þekju sem endist út daginn. Þrátt fyrir að vera með mattri áferð þá finnst mér hann gefa húðinni mjög fersklegt útlit. Farðinn kemur í þessum fallegu umbúðum sem eru svartar með gullhúðuðu loki. 

Ein mesta snilldin við þennan farða að mínu  mati er að hann inniheldur SPF.50 svo maður getur lúkkað flawless í sumar og varið húðina um leið. Eins er mjög hentugt að geta tekið farðann með sér í veskið og lagfært sig yfir daginn ef þörf er á því. 
Eins og þið sjáið á myndunum hér í færslunni er farðinn minn sér merktur mér sem gerir vöruna svo miklu persónulegri að mínu mati. 
 
 
 
Það eru Lancome dagar núna frá 30. Mars til 2. Apríl og verður 20% afsláttur af öllum Lancome vörum þessa daga. Það verður boðið upp á áletrun á boxið með keyptum cushion farða í Lyf og heilsu kringlunni og verður það í boði núna í dag fimmtudaginn 30. Mars og föstudaginn 31. frá kl 14-18 og á laugardaginn 1. Apríl frá kl. 13-17.
 
Það er síðan hægt að kaupa áfyllingu á farðanum svo þú munnt alltaf getað notað fallega áletraða boxið <3