Föstudagurinn minn

30 Mar 2017

Það var sannkallaður FRI-YAY núna síðast liðinn. Nóg um að vera, RFF hátíðin og eftir þá veislu við tók önnur veisla.

Þessar veislur eru líka aðal ástæðan fyrir fjarveru minni á seinna RFF kvöldinu. Eins mikið og mig langaði að fara þá var ég gjörsamlega sigruð eftir föstudagskvöldið. Eftir RFF var förinni haldið í stórskemmtilega afmælisveislu hjá Svövu Kristínu vinkonu. Þessi pía er orðin mjög svo sjóuð í því að halda flott afmælispartý og það gerir það enginn betur en hún! Vá hvað það var gaman, en ekki eins gaman daginn eftir. Ég er í svo lélegu partý-formi að ég hef ekki úthald lengur í tvö kvöld í röð. Eitt kvöld er því meira en nóg fyrir mig og ég lifi á þeirri skemmtun mjög lengi. 

 

Frá afmælinu - Tvær af mínum uppáhalds <3 Fyrir RFF var mikill hausverkur að finna outfit. Fyrir svona hátíð þá langar manni að klæðast einhverju nýju, það er bara þannig. Mig langaði í eitthvað töff og öðruvísi en samt líða vel í því. Ég er búin að fá miklar fyrirspurnir um þetta tiltekna dress sem ég klæddist, enda guðdómlega fallegt sett. Dragtina fékk í ZARA og já ég keypti mér hana sjálf. Hún er silkimjúk og mér leið eins og ég væri í náttfötum - Mæli með!Föstudagsdeitið mitt var elsku Kolbrún Anna fasííjóón. 

 


Þangað til næst xx