RFF OUTFIT VOL II

31 Mar 2017

Á seinna kvöldi Reykjavík Fashion Festival fór ég svipaða leið og á föstudeginum. Sporty í bland við fínt. 
Ein góð vinkona lýsti þessu dressi mínu á mjög skemmtilegan hátt og sagði mig vera sporty spice í bland við scary spice.
Ég held ég verði bara að vera sammála henni. 
 

FILA toppurinn kom rétt í tæka tíð fyrir hátíðina en ég pantaði hann af urbanoutfitters.com hér
Það er gaman að segja frá því að Galleri 17 er að hefja sölu á FILA fatnaði hér á landi og á fyrsta sendingin að vera mætt í verslanir um helgina. Ég er sjúklega spennt fyrir þessari nýjung hér á landi og hlakka til að sjá úrvalið hjá þeim.

Buxurnar eru úr Selected en þær eru í miklu uppáhaldi. Ótrúlega þægilegar og liturinn æði!
Skórnir eru vægast sagt ofnotaðir úr Zara en ég held ég hafi aldrei fengið jafn margar spurningar út í eina skó á ævinni. 
Kápan á sér krúttlega og skemmtilega sögu. Hún er úr ekta rúskinni og mongolian lambaloði. Ég keypti hana af indælli konu á bland.is fyrir sirka 6 árum síðan. Bestu kaup sem ég hef gert enda hefur þessi kápa komið sér vel við hin ýmsu tilefni. 
 


 

Ég tók ekki margar myndir á hátíðinni í ár en smellti þessum tveimur á laugardaginn. Efri myndin er úr sýningu Anitu Hirlekar og seinni Inklaw. 


______________________________________________

Njótið helgarinnar!
Ég mun eyða minni í Edinborg að fagna þrítugsafmæli ástmannsins.