Pop up your bubbles

01 Apr 2017

Mjög fallegur og góður freyðivínskokteill með granateplum og lime. Ekki skemmir fyrir hvað hann er einfaldur í framkvæmd. Hægt að nota Prosecco eða Cava. Fullkominn fordrykkur!Drykkurinn er mjög einfaldur og er fullkomin fyrir fordrykk.

Fræin úr einu granatepli
1 lime
1 flaska freyðivín (cava eða prosecco)

Fræhreinsið granateplið, setjið helminginn til hliðar og helminginn í sikti undir skál og kreistið með skeið í gegnum siktið og fáið safan úr fræjunum. Hellið aðeins meira en botnfylli af safanum i hvert glas ásamt nokkrum fræjum. Fyllið upp með ísköldu freyðivíni.Skál !