UPPÁHALDS VÖRUR FRÁ SÓLEY

03 Apr 2017

Ég hef verið að nota Sóley vörurnar hér að ofan í nokkra mánuði og get loksins deilt þeim með ykkur. Það er þó nokkur tími síðan ég fékk vörurnar að gjöf en eins og ég hef deilt með ykkur áður þá er ég rosalega vanaföst og það tekur mig tíma að dæma hverja og eina vöru fyrir sig og hvort hún henti mér. 
Mér ber engin skylda að fjalla um vörurnar sem hér um ræðir og geri það einungis af gleði, áhuga og einlægni. 
 Þetta eru þær andlitsvörur sem mér fannst henta best. 

Nærð er róandi andlitsvatn með appelsínublómum og villtum íslenskum jurtum. Ég hef átt ferðatýpuna af þessu æðislega spreyi og verð að segja að ég er orðin húkkt! 

Birta lift & glow eru húðvörur með mikilli virkni sem draga úr sýnilegum línum, þétta húðina og gefa henni náttúrulegan ljóma og útgeilsun. 
Ég nota einn dropa af serumi saman við kremið og smyr á andlit og háls. Það má nefnilega ekki gleyma hálsinum, það er ekki svo langt síðan ég lærði það. 
 

Lóa handsápa er sko sparisápan á heimilinu. Ég tými varla að nota nema hálfa pumpu hún er bara svo allt of góð!
Sápan inniheldur blöndu af öflugum íslenskum læknajurtum sem vernda hendurnar fyrir vetrarkulda og þurrki.  

Ég var lang spenntust fyrir vörunum úr Body línunni en viðurkenni að hafa verið mjög léleg að nota krem á líkamann í gegnum tíðina. Ég veit ekki hvað það er en mér hefur allaf fundið skrítið að hafa handaáburð, body lotion og kremvörur á mér því mér finnst ég verða svo klístruð. Það eru örugglega fleiri sammála mér þarna eða ég bara svona undarleg :/ 
Aftur á móti eftir að ég byrjaði að fljúga þá hef ég sjaldan vitað um húðina jafn þurra svo ég hef verið að taka mig á í þessum efnum. 
 Lind líkamskremið hefur hjálpað  til við að losna við þurrkinn en það inniheldur rakagefandi líkamsmjólk sem róar og sefar húðina.

Lind sturtusápa er must have í sturtuna. Þetta er multi vara sem nota má bæði í hár og á húð - Nærir, verndar og kemur í veg fyrir að húð og hársvörður þorni. 

Ef þetta er ekki hið fullkomna innflutningsgjöf þá veit ég ekki hvað! 
Kertið heitir Bústaður en alveg sama þó það sé ekki sumarbústaðar innflutningsgjöf þá eru eflaust margir sem láta sig dreyma, þar á meðal ég.
Kertið fær að prýða baðherbergið á mínu heimili og er ljóðið eftir Sigurbjörgu einstaklega fallegt og skemmtilegt sem fær gesti til að stoppa um stund á meðan það þvær sér um hendurnar og les ljóðið á meðan. 
Ég er íka afar hrifin af kertinu Tvær stjörnur en ég ég uppgötvaði þá lykt inni á baði í brúðkaupsveislu í sumar. Svo eftirminnileg er hún! 


_____________________________________________________

 

Takk fyrir mig,