NÝR SILFURJAKKI

04 Apr 2017

Ég verslaði aðeins eina flík í Edinborg um síðustu helgi sem ég tel vera nokkuð mikið afrek þó ég segi sjálf frá.
Þessi flík er þó engin venjuleg flík heldur silfurlitaður tvíhnepptur jakki. Ég bara VARÐ að eignast hann! Oft er þörf en þessi jakki var nauðsyn.
Kannski fullýkt en ég meina, vantar ekki alla smá swag í líf sitt svona við og við.


Ég fór í mitt fínasta púss í tilefni þrítugsafmæli Bjarna þann 1. apríl og plataði hann til að smella nokkrum myndum af dressi kvöldsins.
 

____________________________________

Jakki - Topshop
Mesh samfella - Missguided
Blómatoppur - Lindex
Buxur - Vintage
Netasokkar - Oroblu
Skór - Zara
Eyrnalokkar - h&m 

Ég tók jakkan í st. 12/40. Það var bara til st. 8/36 og svo 12/40 í búðinni en ég fíla að hafa hann smá oversized og finnst hann flottari þannig ef maður hneppir svo hann verði ekki þröngur yfir rassinn. Ég á ljósbláan jakka í sama sniði sem ég fékk einnig í Topshop. Ég hef fjallað um hann hér og hér
Samfellan er ný af Missguided en hana tók ég í st. 36. Ég á eftir að nota hana óspart innanundir flíkur eða við fallega toppa líkt og þennan að ofan úr Lindex. 
____________________________________

Greyið ástmaðurinn var í fullri vinnu við að vera instagram husband. Guð blessi þá!
Þið sem vitið ekki um hvað ég er að tala, kíkið á þetta myndskeið hér. Þetta er mögulega með því fyndnara sem ég hef séð. Sorglegt en á sama tíma sjúklega fyndið!


Ég fékk fjölda spurninga í gegnum snapchat (kolavig) um helgina þar sem fólk var að forvitnast um staðsetningu á hóteli, veitingastaði og allskyns tips!
Ég allavega elska að lesa þannig færslur svo ég mun klárlega skella í eina Edinborgarfærslu sem fyrst!