Ný og fersk húð yfir nótt

05 Apr 2017

Þeir sem þekkja mig vita að ég er mikil maska manneskja. 

Ég elska fátt meira en að þrífa á mér húðina koma mér fyrir í rólegheitunum með maska og dekra húðina mína. Það er einn nýr maski í safninu mínu sem mér langaði sérstaklega að segja ykkur frá. Hann heitir Life Plankton Mask og er frá Biotherm en þetta er maski sem maður setur á hreina húð og hefur á yfir nótt. 

Maskinn er róandi og kælandi og lagfærir húðina á meðan maður sefur. Þar sem ég vinn við að fljúga og er stanslaust í þurru flugvélaloftinu þá elska ég vörur eins og þessa sem hjálpa mér að halda húðinni minni ferskri. Um leið og maður setur maskann á sig finnur maður kælandi áhrifin sem er ótrúlega þæginlegt eftir langan dag. Maskinn er borinn á með sérstökum spa bursta sem dreifir hratt og auðveldlega úr vörunni svo að það sé jafnt lag af maskanum allstaðar. Auk þess að róa húðina þá dregur maskinn úr roða, pirringi, ertingu og óþægindum sem maður getur fundið fyrir í húðinni og hentar hann því einstaklega vel fyrir fólk með viðkvæma húð. 

Maskinn er gelkenndur og olíulaus sem er kostur fyrir ykkur sem eruð viðkvæm fyrir olíu á andlitinu. 

Svo fyrir ykkur sem vantar ferksleika, raka, þéttleika og ljóma í húðina þá er þessi maski eitthvað sem vert er að skoða.

Mæli með!