Nýja borðstofan

08 Apr 2017

Hér kemur mjög svo bókstafleg hugmynd að borðstofu sem gæti með góðum undirtökum prýtt nýju íbúðina. Það er gaman að leika sér með slíkar hugmyndir, og að setja hlutina saman gefur manni skýrari mynd að andrúmsloftinu sem hægt væri að skapa í rýminu. 

Hvað varðar að negla aðal litinn niður er alls ekki auðvelt verk. Einn daginn vil ég hafa hann hlýjan-milli-gráan og þann næsta er ég komin út í dökk-dökk-gráan. Algjört lúxusvandamál, ég veit. 

Eeen það sem ég veit fyrir víst er að þetta fallega borð fær aðalhlutverkið í borðstofunni. 
Já, það er mitt! Hafið þið séð eitthvað fallegra? Ég gæti horft á það endalaust. Hreinlega get ég ekki beðið eftir að mynda það í nýju íbúðinni, þvílík formfegurð. Borðið fæst hjá Vigt og kemur í þremur stærðum. Ég tók millistærðina sem er 150cm og kem vel fyrir 6 stólum sem gætu farið upp í 8 talsins. Borðinu var skutlað heim til mín og meiri segja sett upp fyrir mig. Það er það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur heim til mín og það fyrsta sem það kommentar á. Það eru allir einróma um það að þetta borð sé eitthvað annað og ég er á sama máli. 
Svo er það þetta ljós.. Það er búið að vera lengi á óskalistanum mínum frá Lýsing & Hönnun, enda afskaplega fallegt og algjör showstopper! Ljósin þykir mér alltaf vera punkturinn yfir i-ið þegar kemur að hönnun heimila. Þau eru skartgripir rýmisins eins og ég hef sagt svo oft. Af því sögðu, þá á ekki að spara þar.Svo eru það hlutir frá Norr11 sem hafa lengi verið á óskalistanum, eins og Boheme luktin (sem þið sjáið á myndinni)."Its beautiful here" veggskrautið finnst mér svolítið skemmtilegt, ég setti það þarna með en ég myndi líklega koma því fyrir inn í svefnherbergi eða í barnaherbergið frekar en í stofunni. Ég sá þetta auglýst á fb síðunni Blómahönnun.  Stólana á ég svipaða, þeir eru reyndar ekki vintage og ekki svona útskornir. Ég fékk þá á Bland.is á sínum tíma en þeir eru upprunalega keyptir í Heimahúsinu og eru mjög svo fallegir, tímalausir og með velúr áklæði auðvitað. 


Ég veit ekki með ykkur en ég hef gaman að svona færslum. Næsta færsla í líkindum við þessa verður hugmynd að setustofunni - Er áhugi fyrir því?