EDINBORGARFERÐ

16 Apr 2017

Ég átti æðislegar stundir ásamt Bjarna mínum í Edinborg fyrstu helgina í apríl. Ég bauð honum þangað óvænt í tilefni þess að hann varð þrítugur þann 1. apríl. Hann vissi ekkert hvert við værum að fara fyrr en við komum upp á völl. Við fórum á föstudegi og komum heim á mánudegi. Flugið var rétt tæpar 2 klst sem er sjúklega þægilegt þegar maður er að fara í stutta helgarferð. 


Við vorum á hóteli í gamla bænum sem heitir Fraser Suites. Ég valdi það aðallega út af staðsetningu enda var hún alveg frábær og hótelið mjög fínt. 
Stutt í allt, Edinborgarkastalinn var handan við hornið og stutt að labba á verslunargötuna. 
 Signet Library. Ég fann þetta æðislega bókasafn á Trip Advisor þegar ég var að grúska þar í leit að veitingastöðum. Ég ákvað að panta borð á netinu áður en við komum þar sem þetta virtist vera vinsæll staður. Bókasafnið er t.d. beint á móti hótelinu okkar sem var mjög þægilegt. 
Við fengum okkur það sem kallast Afternoon Tea. Þetta eru allskyns smáréttir sem koma á silfurbökkum. Fyrst komu brauðréttir, rækjukokteilar, tartalettur o.fl. svo seinna komu eftirréttir. Innifalið eru eins mikið af te- & kaffydrykkjum eins og maður vill. Ég sá síðan eftir á að hægt er að fá kampavíns Afternoon tea og einnig kokteila. Það er klárlega e-h sem ég væri til í að gera ef ég fer aftur. 
Þetta var skemmtileg upplifun í fallegu umhverfi sem ég mæli með. Mig minnir að það sé lokað á laugardögum svo ef þið ætlið þá myndi ég skoða opnunartímana og panta áður hér
St. Giles Cathedral var líka beint í móti hótelinu okkar. Ótrúlega falleg kirkja. Ég var heppin að ná þessari mynd á fyrsta deginum okkar þarna en alla helgina voru kranar í loftinu og búið að loka götum vegna upptaka á bíómyndinni The Avengers
 Victoria Street var í minna en 2 mín göngufæri frá hótelinu okkar en við eyddum miklum tíma á þessu svæði. 
Æðislega krúttleg gata með fullt af skemmtilegum litlum búðum og kaffihúsum. 
 Við römbuðum inn á þetta franska kaffihús á Victoria Street. Mæli með! Ég man ekki nafnið á því en Eiffel turninn í glugganum fer ekki fram hjá manni.  
 Museum Context. Ég var mjög skotin í þessari búð en hún er líka á Victoria Street. Hún minnti  mig á My Concept Store hér heima nema á sterum. 
Ótrúlega mikið af fallegu góssi þarna inni. Mæli með að kíkja í þessa!
 St. Giles Café & bar. Við fórum þangað í morgunmat en þessi staður var beint við hliðina á hótelinu. Við römbuðum inn á hann án þess að vita neitt um staðinn. Við fengum okkur bæði vöfflu með beikoni, sýrópi og camebert! NAMM hvað þetta var gott. Ég fæ vatn í munninn að hugsa um þetta. Ef þið eruð á svæðinu þá mæli ég með þessu í morgun / hádegismat. 
 The Grassmarket. Þegar labbað er niður Victoria Street kemur maður að Grassmarket sem er æðisleg gata. Gatan er fyrir neðan Edinborgarkastalann og þarna eru fullt af pöbbum, veitingastöðum og útimarkaður. Við settumst á random stað í góða veðrinu og nutum útsýnisins. 
 Contini. Ég mæli 100% með þessum ítalska stað. Hann er staðsettur á George Street í New town. Ég ákvað a bjóða Bjarna í afmælisdinner þangað og við urðum sko ekki fyrir vonbriðgum. Við pöntuðum okkur nokkra forrétti til að byrja með. Sitthvorn aðalréttinn og í eftirrétt fengum við þessar geggjuðu donut bollur og expresso martini. Allt þetta ásamt nokkrum kokteilum kostaði um 15.000 kr,- 
Ég pantaði borð fyrir fram. Hægt er að sjá metseðil o.fl hér.
 W Armstorng & Son. Jújú, þið eruð farin að þekkja mig. Auðvitað kíkti ég í vintage búð. Þessi er staðsett á Grassmarket svo hún var mjög stutt frá hótelinu okkar. Sjúklega skemmtileg og fríkuð búð sem gaman var að heimsækja. Það er aukaatriði ef ég finn mér gersemar í svona búðum, mér finnst upplifunin alltaf skemmtileg og eins og að fara á safn enda er endalaus saga og sál í þessum búðum. 
 

The Voodoo Rooms. Interiorið þarna inni....ég BILAST þetta er svo flott! Við fórum þangað í drykk eftir afmælisdinnerinn hans Bjarna og það var rosa fínt. Frekar crowded. Hugsa að það sé gaman að ramba þangað inn um miðjan dag þegar það eru fáir. 

___________________________________________

Þessa staði fann ég alla í appinu TripAdvisor. Ég lá þar inni áður en við fórum og var búin að panta borð á nokkrum stöðum. 
Það þekkja sennilega flestir TripAdvisor en þar sérðu umsagnir, myndir frá gestum o.fl.
Ég mæli með að grúska aðeins þar inni því þar finnur maður perlur eins og staðina hér að ofan. Það er auðvitað gaman að ramba inn á random staði líka en mæli með að panta borð fyrir fram ef þið eruð með sérstkalan stað í huga. Ég bætti því með í athugsasemd t.d. á ítalska staðnum að þetta væri afmælisdinner og við fengum geggjaða staðsetningu á borðinu fyrir vikið sem var æðislegt! 

Ég tók ekki mynd á indverska staðnum sem við fórum á ef þið fílið indverskan þá er þetta með betri stöðum sem ég hef farið á. Hann heitir Dishoom, sjá heimasíðuna hér. Sjúklega flottur barinn á neðri hæðinni. Við pöntuðum t.d. ekki borð þar og þurftum að bíða í um klst eftir borði og biðum niðri á barnum sem var alls ekki slæmt enda sjúklega flottur staður. 

___________________________________________

Vona að þessi færsla komi að gagni ef þið ætlið að skella ykkur í helgarferð til Edinborgar. 
Ef þið farið á e-h af þessum stöðum væri gaman ef þið mynduð senda mér á snapchat @kolavig