FLOWER POWER

17 Apr 2017

​Páskadagsdressið var ekki gult að þessu sinni heldur rósótt.
Það mætti segja að blómaflíkur séu orðnar allsráðandi um þessar mundir og ég er alveg dolfallin yfir þessu trendi eins og sést.  Ég er mikið fyrir 70s inspired flíkur með rómantísku country ívafi eins og þið lesendur hafið kannski orðið vör við.
 Kimono - Forever 21
Buxur  - Levis
Bolur - Zara

Skór - Steve Madden

Ég setti mynd af mér í þessu dressi á instagram í dag og fékk nokkrar spurningar varðandi kimonoið. 
Það vill svo skemmtilega til að þetta er wrap kjóll úr Forever 21 sem ég ákvað að nota sem kimono. Ég batt bara böndin að innan svo þau sæjust ekki. Ég elska flíkur sem ég get notað á marga vegu og hlakka til að nota þessa flík sem kjól í sumar, berleggja í klossum og með hatt! 
Ég var að reyna finna kjólinn inn á síðunni en sá hann hvergi. Gæti verið að hann sé ekki til lengur en ég keypti hann í Baltimore í síðasta mánuði. 

Gallabuxurnar eru 501 frá levis. Ég hef varla farið úr þeim síðan ég keypti þær. Klárlega uppáhalds! Móeiður skrifaði færslu um þær hér

Skóna fékk ég í Montreal fyrir ekki svo löngu en þeir eru frá Steve Madden. Þeir eru úr velvet efni sem ég elska og eru sjúklega þægilegir. 

________________________________________

Vonandi nutuð þið páskanna. Ég gerði það svo sannarlega hér heima í faðmi fjölskyldunnar.