LAUGARDAGS DRESS

24 Apr 2017

Mér var boðið í teiti um helgina og ákvað að nota pallíettutoppinn sem ég pantaði af etsy.com fyrir nokkrum mánuðuum.
Þið sem hafið fylgst með mér í einhvern tíma vitið að ég elska vintage föt og síðuna etsy.com. 
Ég á það til að deila með fylgjendum mínum á snapchat allskyns vintage góssi sem ég hef sankað að mér og næst á dagskrá er að sýna uppáhalds yfirhafnir. Þið finnið mig þar undir kolavig

Ég deildi myndum af dressi helgarinnar á snapchat og fékk í kjölfarið þó nokkrar spurningar varðandi toppinn. 
Ég ákvað því að gera aðra svokallaða Etsy finds færslu en ég hef þegar gert tvær slíkar þar sem ég finn fallegar pallíettuflíkur á etsy.com og deili með ykkur lesendum hér á blogginu. Þessi verður þó ekki eins veigamikil en ég ætla einungis að deila toppum sm eru í svipuðum dúr og ég var í á laugardaginn. 


 

Þessi er æði! Ýkir mittið og poppar upp svart dress. Þennan finnið þið hér.

Þessi er keimlíkur mínum hér að ofan nema gylltur. Ég elska þetta hálsmál! Þennan finnið þið hér.Ég hélt fyrst að þetta væri sami og minn en munstrið er aðeins öðruvísi. Þennan finnið þið hér.

Þessi er klassískur og hægt að nota við mörg tilefni. Þennan finnið þið hér.

___________________________

Algengasta spurningin sem ég fæ varðandi vintage shopping er hvað ég skrifa í leitarstrenginn efst á etsy.com. 
T.d. þegar ég var að leita að þessum toppum þá skrifaði ég Vintage sequin silk top
Svo geri ég það sama með kjólana vintage sequin silk dress nema ég þrengi stundum leitina með því að skrifa ákveðinn lit eða t.d. open back. Þá fæ ég pallíettukjóla sem eru opnir í bakið.