Topp 10 frá igló+indi

24 Apr 2017

iglo+indi hafði samband við mig núna á dögunum og báðu mig um að velja mínar uppáhalds 10 flíkur úr vor/sumarlínunni fyrir fréttablaðið þeirra. Ef þið eruð skráð á póstlista hjá þeim þá ættuð þið að kannast við val mitt nú þegar. 

Þessi færsla er ekki kostuð

Línan er með eindæmum falleg, ég mæli með að þið skoðið hana hér.
Myndin sýnir aðeins hluta af henni. Flíkurnar valdi ég á litla gaurinn minn, en mikið væri auðvelt að dressa litla snúllu líka. Þessar vörur svíkja mig aldrei, þær eru svo eigulegar, einnig næ ég að teygja lengi á notagildinu og efnið helst alltaf gott sama hvað ég þvæ það oft. Mæli með!

Fréttablaðið má sjá hér. Þar má finna upplýsingar um vörur og verð.

 

Takk fyrir að leyfa mér að vera með iglo+indi  xx