BOTANICALS

25 Apr 2017

Ég sýndi ykkur fylgjendum mínum á snapchat (kolavig) fyrir ca 2 mánuðum nýtt hárvörumerki, Botanicals frá Loreal. 
Ég hef síðan þá verið að prufa þær og verð að fá að deila þeim með ykkur. 
Hvort sem það er hár-, húð- eða snyrtivara þá vil ég alltaf prófa vöruna í ákveðinn tíma áður en ég get mælt með henni. Bæði fyrir mig sjálfa og ykkur lesendur til þess að gefa sem réttustu mynd af vörunni.
 

Færslan er unnin í samstarfi við Loreal / Vörurnar fékk ég að gjöf. 


Botanicals fresh care er nýtt hárvörumerki sem einkennist af hreinum hárvörum innblásnum af kröftum náttúrunnar. Formúlurnar eru án paraben efna, sílikona og litarefna. Línan inniheldur fjórar ólíkar línur sem henta mismunandi hárgerðum. Safflower (fyrir þurrt hár), Camelina (fyrir úfið/gróft hár), Coriander (fyrir viðkvæmt hár) og Geranium (fyrir litað hár). Hver lína inniheldur eitt aðalinnihaldsefni sem er úr náttúrunni. Allir sjampóbrúsarnir eru framleiddir úr endurunnum efnum. 

Ég ákvað að velja Coriander línuna en sú lína er hugsuð fyrir viðkvæmt hár. Kóríander er þekkt fyrir styrkjandi eiginleika svo hárið fær fallegri áferð og þreytt og illa farið hár fær aukið líf.  

Línan inniheldur sjampó, hárnæringu, hármaska og hárserum.
 


Ég verð að viðurkenna að ég er ótrúlega ánægð með þessa nýjung! Lyktin er ótrúlega frískandi, góð og náttúruleg. 
Ég nota sjampóið og næringuna að meðaltali 2x í viku á móti þvottum með fjólubláu sjampói þar sem ég er með mjög ljóst hár sem á það til að gulna. 
Mér finnst þessar vörur frábært balance á móti hinu og finnst hárið virka heilbrigðara og líflegra. Hármaskann nota ég sjaldnar en ég hef prufað hann 3x og hárið verður silkimjúkt eftir notkun. Droparnir hjálpa til við að greiða hárið og gera það mýkra en ég á oft í basli með að greiða aflitaða hárið mitt eftir sturtu eins og kannski fleiri gerviblondínur þekkja. 

___________________________________________


Ég ætla að leyfa mér að mæla með þessum æðislegu hárvörum - Það ættu allir að geta fundið línu fyrir sitt hár og ekki skemmir fyrir hvað vörurnar eru fallegar fyrir augað.


Sölustaðir eru: Hagkaup, Lyfja, Lyf & Heilsa, Apótekið, Apótekarinn og Heimkaup.is