Þá er ég nýkomin heim frá Flórída eftir tveggja vikna fjölskylduferð, ég keypti mér nokkrar nýjar snyrtivörur á meðan ég var þar úti og má til með að deila þeim með ykkur.
Ég verð seint kölluð snyrtivörugúrú, en mér þykir gaman að mála mig og horfa á fólk mála sig á Youtube.
Megnið af þessum vörum fást einungis erlendis, en ég ákvað að segja ykkur frá þeim þar sem margir eru að fara í frí í sumar og langar kannski að bæta við í snyrtitöskuna.
1. BURBERRY Brit For Her - Þetta ilmvatn er í mjög miklu uppáhaldi núna, lyktin er æði svo mild og góð.
2. TARTE glossy lip paint - ég er mikil gloss manneskja og tók litinn í double tap
3. HOURGLASS - Ambient Lightning Powder, þetta púður gefur ótrúlega fallegan ljóma á húðina, hægt að setja yfir allt andlitið eða bara á þá staði sem maður vill fá meiri ljóma á. Ég tók það í litnum Dim Light
4. MAC bursti nr 150 - ætli ég komi ekki til með að nota þennan bursta í nýju púðrin.
5. SMASHBOX primer - ég sá að þessi primer var nýr og ákvað að kippa honum með.
6. HOURGLASS- Ambient Lightning Brozer, sólarpúður sem er ekki matt, það hlýjar upp andlitið á mjög fallegan hátt og gefur svona sun kissed look.
7. TOO FACED primer- hann er með coconut vatni í og gefur því mikinn raka, hjálpar meikinu að haldast lengur og betur á.
8. DIOR farði - ég hafði heyrt ótrúlega góða hluti um þetta meik, það gefur fallega og náttúrulega áferð á húðina og gefur miðlungs þekju.
9 - MAC bursti nr 170 - mig vantaði nýjan bursta í meik og konan í Mac mælti með þessum.