CURRENT OBSESSION

27 Apr 2017

Off shoulder toppar virðast alltaf koma sterkir inn þegar líða fer á sumarið og ég verð að viðurkenna að ég er sjúk í þetta trend!
Ég fór í smá leiðangur í vikunni og fann nokkra fallega sem fást hér á landi sem mig langar að deila með ykkur. 

Þessi færsla er ekki kostuð. 

___________________________________


Þessi sumarlegi toppur er úr Vero Moda. Hann kemur í þessum hvíta lit og einnig með bláum röndum líkt og á myndunum hér að ofan. 
Fullkominn við gallabuxur eða stuttbuxur í sumar. 
Verð - 4.990 kr,-Þessi kemur í svörtu og hvítu og fæst í Selected í Smáralind. Ofurskutlan Þórunn Ívars fjallaði einnig um þennan á blogginu sínu fyrir stuttu síðan, sjá hér.

___________________________________


 


Nokkrar eitursvalar pinterest skvísur að lokum til að veita smá innblástur.
Röndóttur off shoulder bolur er klárlega málið í sumar!