Velúr sófi

27 Apr 2017

Á óskalistanum..

Velúr, velúr, velúr.. ég hreinlega fæ ekki nóg af þessu aðgengilega lúxor efni. Á óskalistanum er eitt stykki djúsí sófi úr velúr, jafnvel má hann vera smá stunginn. Ég mun einnig henda velúr púðum á hann, velvet on velvet er extra kósý. Ég hefði ekkert á móti því að vera kurluð upp í slíkum sófa núna á þessum gráa rigningardegi. 

Nóel á einn lítinn sætan stól sem er meira sæti úr svampi. Hann er klæddur einhverju gömlu rauðu efni sem má alveg uppfæra. Ég hugsa, ef þessi stóll á að fá að prýða nýju stofuna mína þá verður hann að passa þar inn. Hversu krúttlegt yrði það ef Nóel fengi eins velúr sæti og við fullorðna fólkið!? Ég fæ smá dúllusting við þessa tilhugsun.