STAY CLASSY

28 Apr 2017

Stundum eru fyrirsagnirnar það flóknasta við eina færlsu.. þannig stundum er ekkert annað að gera en að grípa í enskuna, hún hljómar stundum betur. Enn að þessu fallega innliti... Stofan og borstofan voru svo mikið fyrir augað að ég varð að deila þessu með ykkur. 


Ég er dolfallinn fyrir litasamsetningunni sem er í gangi þarna, mottan, sófinn, borðin, skemilinn.


Það er hægt að halda gott mataboð við þetta borð... en ekkert borðstofuljós og það hangir bátur í loftinu. Sem er sennilega góður ísbrjótur í boðum.  Stemmingin er góð samt sem áður og motta gerir allt hlýlegra.


Ég er mjög hrifin af öllu í þessu svefnherbergi, nema kannski ljósið. En smáatriðin, náttborðin, mottan... svo væri til í að hafa pláss fyrir svona bekk við endan á mínu rúmi.

Þetta var enn einn sænski sjarmörinn, klikkar aldrei! Góða helgi