ZARA WISHLIST

02 May 2017

Ég datt inn á zara.com og rakst á margt fallegt sem ég væri ekkert á móti að eignast. Mér fannst því tilvalið að skella í einn óskalista og deila með ykkur hér á blogginu. 
Ég veit því miður ekki hvort eftirfarandi flíkur fáist hér heima en vona innilega að ég eigi eftir að rekast á einhverjar á næstunni. 

Þessi færsla er ekki kostuð.Þetta dress öskrar nafnið mitt. Tvíhnepptir blazer jakkar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og einnig þessi fölbleiki litur. 
 Sumarlegur toppur með flott detail á bakinu.
 Ég sá þessa geggjuðu lokka í Montreal fyrir helgi og sé eftir að hafa ekki kippt þeim með. 
 Blómaæðið ætlar engan endi að taka mér til mikillar ánægju. Er að elska þetta trend !
 Uppháar gallabuxur með fringe á hliðunum. Það er eitthvað mjög gæjalegt við þessar!
 Sundbolir með blúndu - mig langar í báða liti. Líka hægt að nota sem topp girt ofan í háar buxur!
 Ég er mjög skotin í þessum tvíhneppta kjól. 
Sjúkur við ljósan eða mesh rúllukragabol innanundir. 
 

Fallegur hvítur off shoulder toppur.
Alveg eins og fölbleiki jakkinn efst uppi. Ég er að fíla þennan karrýgula lit - líka til buxur í stíl!
 Það er mikið úrval af fallegum sundbolum á síðunni og ég féll meðal annars fyrir þessum. 
 Ég VERÐ að eignast þessa!! 


_________________________________________


Ég komst í hálfgerðan sumarfíling við að skoða þessar fallegu flíkur. 
Sundbolur og hælaskórnir er komið á óskalistann!