Hvítur draumur í Stokkhólmi

03 May 2017

INNLIT --- 
Ég er ekki gjörn á því að laðast að "hvítum" heimilum en jú, það kemur fyrir. Þau heilla mig ef rétt er farið með efnin. Svört húsgögn á móti hlýjum efnum, stílhreint og fágað er það. 

Þetta heimili finnst mér ansi vel til heppnað. Einstaklega minimalískt en það er samt hlýlegt og heimilislegt. Eldhúsið hefði ég samt haft öðruvísi. Ég hefði hent í eitthvað dekkra og djarfara - grábæsaða eik jafnvel með engum höldum, halda í formfegurðina sjáiði nú til.