Tapas+Sangría

03 May 2017

Það sem ég elska við tapas er að smakka nokkra ólíka rétti og fá að kynnast fullt af mismunandi brögðum. Tapas réttir þurfa ekki að vera flóknir í framkvæmd. Hér eru þrjár klassískar tapas uppskriftir beint frá Katalóníu. Frábærar í sumar með ískaldri sangríu.Tómatbrauð

Þetta er einn af klassísku tapasréttunum á Spáni. Spánverjar panta sér alltaf nokkra skammta af þessu rétti. Það sem þú þarft er gott brauð og þroskaða tómata. Brauðið er skorið í þunnar sneiðar og þær settar í ristina í nokkrar mínútur eða í ofninn til að fá smá „crust.”
Taktu hvítlaukgeira og nuddaðu yfir brauðið. Tómaturinn er skorinn í nokkra báta og kreistur og nuddaður yfir brauðið, smá ólífuolía og salt.

 

Oftar en ekki er pantaður einn platti af spænskri skinku og nartað í hana á milli rétta eða raðað ofan á tómatabrauðið.


Bravas (spænskar kartöflur)

Patatas Bravas er ávanabindandi spænskur tapasréttur, Patatas bravas er haugur af kartöflum, þakið sterkri tómatsósu, majónesi og ferskri steinselju. Venjulega er þetta djúpsteikt en ég bakaði kartöflurnar í ofninum og það er alveg jafn gott og ekki alveg eins feitt.

 

1 kg Nýjar kartöflur, skornar í litla bita með hýðinu.

1 matskeið ólífuolía,

Klípa af salti og svörtum pipar.

 

Bravas sósa

1 dós hakkaðir tómatar

1 matskeið tómatpúrra

3 hvítlaukar

1/2 laukur

1,5 teskeið reykt paprika

1/2 teskeið Cayenne pipar *

2 tsk ólífuolía

 

*Magnið af cayenne pipar sem þú bætir við er hægt að breyta eftir því hversu sterkan þú vilt sósuna. 1/2 tsk er miðlungs krydduð sósa.

1/2 bolli majónes

Fersk steinselja, söxuð.
 

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 190° C. Setjið fersku kartöflurnar í potti af sjóðandi vatni í 5 mínútur. Hellið í sikti og raðið á ofnplötu og leyfið þeim að þorna.
 2. Hellið ólífuolíu yfir kartöflurnar og saltið og piprið og blandið saman. Þannig að kartöflurnar séu jafnt húðaðar. Bakaðu í 30-35 mínútur og hrærið einu sinni í kartöflunum í ofninum til að fá þær jafn stökkar allstaðar.
 3. Setjið öll innihaldsefni fyrir bravas sósuma í matvælavinnsluvél eða notið töfrasprota nema ólífuolíuna. Maukið þangað þar til þú hefur slétta sósu. Hitaðu ólífuolíu í pönnu og eldaðu sósu í 5 mínútur á miðlungs hita.
 4. Berið kartöflurnar strax fram með heitir sósu og majónesi og ferskri steinselju.


   

  Kjúklingavængir

  kjúklingavængir

  1 msk hvítvíns- eða rauðvínsedik

  1 miðlungs laukur, saxaður

  2 msk fínt saxaður hvítlaukur

  2 lítill ferskur rauður chilli, fínt saxað (eða 1/2 tsk þurrkaðar chilli flögur)

  1 matskeið reykt paprika

  1/4 bolli ólífuolía

  1 msk hakkað ferskt oregano eða 1 tsk þurrkað oregano

   

  Aðferð:
  1) Setjið kjúklingabitana í miðlungs skál. Bætið við ediki, lauk, hvítlauk, chili,oregano, paprikukryddi og olíu og blandið öllu saman. Setjið plastfilmu yfir og inní ísskáp í minnstakosti 2-3 tíma (best fyrir nótt)

  3) Hitið ofninn í 180 gráður. Raðið kjúklingablöndunni í eldfast mót. Bakið, í um það bil 30-35 mínútur, eða þar til kjúklingur er brúnn og eldað í gegnum.

  Kreistið sítrónu yfir og saxaðri steinselíju.

  ​Oftar en ekki kaupi ég mér flösku af Sangira Lolea og nokkra ávexti til að skera út í.

Appelsína og jarðaber passa fullkomlega við rauðvíns sangríuna.Marta Rún