That bag

06 May 2017

.. is finally mine. Já, ég veit ekki hvort að þið munið eftir því, en ég hef oft og mörgum sinnum talað um þetta veski og þráð að það yrði mitt. 

Ég kom því einmitt fyrir á svarta óskalistanum mínum sem ég gerði í ágúst. Sá listi er ennþá daginn í dag mjög ofarlega hjá mér. Núna get ég allavega strikað eitt út af honum. Veskið fann ég loksins í Zara í Barcelona í fríinu mínu. Þetta veski verður mitt go-to veski, engin spurning. 

Það næsta sem mig langar að tjékka af listanum er Kate Moss bókin og standlampinn frá Lýsing & Hönnun. Ég gæfi þessum hlutum extra gott spot í stofunni minni nýju sem byrjar að lifna við vonandi núna bráðlega.